Óverðtryggð

og

verðtryggð

verðtrygging

 

Setti þetta á bloggið hjá Ómari Geirssyni.

http://omargeirsson.blog.is/blog/omargeirsson/entry/1283215/

 

Ég sé ekki betur en að svokölluð óverðtryggð lán séu verðtryggð

á líkan hátt og það sem við köllum verðtryggð lán,

og bæði jafn slæm.

 

Setti “Íslandsbanki færir verðbætur” inn í leitarvélina google.is

og fæ þá ýmsar niðurstöður. 

 

Til dæmis skrifar  Sigurjón Gunnarsson 11. júní 2012 

........”Nýlega kynnti Íslandsbanki óverðtryggð lán með vaxtagreiðsluþaki.

 

Í því felst að ef vextir óverðtryggðra lána verða hærri en ákveðið viðmið

greiðast vextirnir ekki að fullu heldur er því sem er umfram viðmiðið

fært inn á höfuðstólinn og dreifist yfir lánstímann sem eftir er.

 

Þetta er sama meðhöndlun og er með verðbætur á verðtryggðum lánum.

 

Landsbankinn bauð þetta fyrirkomulag á fyrstu óverðtryggðu íbúðalánum

bankans árið 2009”........

 

Egilsstaðir, 16.02.2013  jónas Gunnlaugsson