Það var einu sinni bóndabær.

 

Á bænum voru 10 vinnandi menn.

 

Öll framleiðsla og þjónusta gekk mjög vel.

 

Þá var það einu sinni að miklir erfiðleikar,

voru með bókhaldið.

 

Mikið var rætt um hvað ætti að gera.

 

Niðurstaða lærðustu manna var,

að of margir væru að vinna við framleiðslu

og þjónustu!

 

Var þá ákveðið að láta þrjá starfsmenn sitja heima og spila,

til að ástandið batnaði.

 

Eftir einn mánuð hafði ástandið ekkert batnað

svo að ákveðið var að halda annan fund

lærðustu manna.

 

Nú urðu aftur miklar umræður um ástandið.

 

Núna ákváðu lærðustu menn,

að grípa þyrfti til enn róttækari aðgerða,

og láta 5 starfsmenn til viðbótar vera heima og spila.

 

Svona er ástandið í dag, að 8 starfsmenn eru heima að spila.

 

Þessir 2 starfsmenn sem enn eru að störfum,

anna ekki þeim verkefnum sem 10 starfsmenn leystu áður.

 

Enn eru lærðustu menn á fundum, og hugsa og hugsa.

 

Hinir ólærðu horfa með aðdáun á,

hvernig gufar upp af sköllunum á spekingunum,

þegar þeir eru að reyna að leysa þetta mikla vandamál.

 

 

Egilsstaðir, 18.09.2012 jg