Lífeyrissjóðir

 

Við ákváðum að til dæmis 10% af öllum tekjum væri sett í lífeyrissjóð.

 

Þetta þýðir að hluti af peningum í umferð til dæmis 1% fer í sjóð.

 

Þetta eru bara tölur á blaði, tölur í tölvu,

 en þarna höfum við hugsaðan sjóð sem við tókum til hliðar,

frá peningum í umferð.

 

(Við gátum alveg eins skapað þennan sjóð á hverjum tíma.)

 

Ef sjóðurinn er ekki notaður, þá er sjóðurinn ekkert, ekki neitt.

 

Þennan sjóð, þessa afmörkuðu upphæð, má nota til verkefna,

svo sem til að byggja verksmiðjur, byggja brýr, vegi, jarðgöng

og allt sem eykur framleiðni og framleiðslu.

 

Þá er lífeyrissjóðurinn farinn að stækka kökuna.

 

Þá virkar lífeyrissjóðurinn eins og þegar Bandaríkin

fóru að nota líftryggingasjóðina, sem voru bara tala á pappír,

 til að byggja innviði þjóðfélagsins.

 

Tryggingasjóðirnir í Bandaríkjunum byggðu verksmiðjur,

boruðu eftir olíu, lögðu olíuleiðslur, ræktuðu kornakra,

lögðu járnbrautir og hraðbrautir

og allt sem nöfnum tjáir að nefna

til að auka framleiðnina og framleiðsluna.

 

Þá fór allt að blómstra í Bandaríkjunum, og Bandaríkin urðu heimsveldi.

 

Þarna erum við að skýra fyrir okkur að sjóður er aðeins hugsuð tala.

 

Þú getur notað sjóðinn (sem er 0) til að gera það sem er þjóðfélaginu til góðs.

 

Sjóðurinn er aðeins “peningasköpunarleyfi”

og þú getur notað sjóðinn til góðs,

svo sem til að auka framleiðslu og framleiðni.

 

Ef þú notar sjóðinn ekki, þá er hann aðeins ónotað leyfi.

 

Ef þú notar leyfið til að kaupa karamellur þá eykur þú framleiðslu á þeim,

en eykur lítið framleiðslu í þjóðfélaginu.

Skoða betur

Eg. 13.11.2011  jg