Næstum því, kannski, virðist, ef til vill.
Þeir sem vilja láta
þjóðina taka ábyrgð á ICAVE,
lýsa greiðslugetu
Landsbankans þannig.
Ef til vill koma greiðslur úr bankanum,
og nota setningarnar,
ef þetta gengur eftir,
kannski,
ef til vill,
líklega.
Hver skrifar upp á
stóran víxil,
með svona upplýsingar.
Þarna er ekkert fast í hendi.
Ef handrukkararnir Bretland og
Holland,
trúa því að Landsbankinn geti
greitt þessar upphæðir,
þá þarf enga ríkisábyrgð.
Ef Landsbankinn getur ekki greitt,
þá er það ekki mál skattgreiðenda,
á Íslandi.
Að vísu viljum við á Íslandi
hjálpa Evrópu,
svona álíka og þeir hjálpa sér
sjálfir.
Einhver góður maður frá Evrópu,
sagði að sum löndin framleiddu
lítið.
Ég vil ekki nefna löndin.
Þá er ráðið að taka alla í vinnu í Evrópu,
og framleiða vörur og þjónustu,
til sölu í Evrópu og í veröldinni.
Ef Evrópa fer ekki að nota hvern hug og hönd,
þá lendir hún í mun meiri vanda.
Við ætlum ekki að þola póker
bankakerfið lengur.
Það er ekki verra fyrir Evrópu,
að byrja að framleiða vörur og
þjónustu,
áður en almenningur skilur,
bankapókerinn.
Egilsstaðir,
02.03.2011 jg
http://www.herad.is/y04/1/2011-02-19-1320-egerveraldarbankinn.htm