Gömlu göturnar, að framleiða vörur,

til nota fyrir fólkið í veröldinni,

og að fá vörur til okkar í staðinn.

 

Blómleg viðskipti

 

Gömlu kempurnar, Davíð Oddson og Halldór Ásgrímsson,

og svo Geir Haarde og Ingibjörg Sólrún Gísladóttir,

og ekki síst Valkyrjan Valgerður Sverrisdóttir frv. iðnaðarráðherra,

eiga hvað mestan þátt í auknum útflutningstekjum,

Íslendinga, núna eftir hrunið.

 

Þeim tókst að nær tvöfalda tekjur af ál útflutningi.***

 

Stóriðja gæti nálgast að vera einn þriðji,

af útflutningnum.***

***hér þarf ég að fá réttu tölurnar, viðmiðin

 

Ekki nóg með það, heldur komu þau af stað undirbúningi,

að næstu framkvæmdum, á Bakka við Húsavík,

og í Helguvík á Suðurnesjum.

 

Einnig voru þau á fullu við að undirbúa framkvæmdir,

til að útvega raforku til framleiðslunnar.

 

Ef við hefðum haldið áfram þessum framkvæmdum,

á Bakka og í Helguvík, og við nauðsynlega orkuöflun,

þá væri sáralítið atvinnuleysi, á Ísland.

 

Ég er af þeirri kynslóð, sem lærði það,

að ef ekki var hægt að framleiða eitthvað,

þá var engin vinna, og þá var enginn matur.

 

Fólkið elskaði peningalyktina,

ilminn af slori og reyknum,

frá síldar og loðnubræðslum.

 

Þessi sannindi eru þau sömu í dag.

 

Ef þú framleiðir ekki búvörurnar,

veiðir ekki fiskinn, býrð ekki til álið,

þá eru vörurnar ekki til.

 

Þá er alveg sama hve mikla peninga þú hefur.

 

Þú étur ekki það, sem er ekki til.

 

Að vísu blessaði Jesú nokkra fiska,

og mettaði einhver þúsund,

svona bara í núinu.

 

Þroski okkar nær ekki lengra en það,

að við erum mun lengur að rækta fiskinn,

með okkar tækni og skilningi.

 

Ég efast ekki um að sá sem kann að leika á orkupíanóið,

og að ég tali nú ekki um ef hann er utan við rúm og tíma,

leikur sér að framleiðslunni í núinu.

 

Til gagns og gamans

Egilsstaðir, 12.02.2011  JG