Pókerleikurinn
Við seldum verðbréfin fram og til
baka, á hærra og hærra verði,
seldum verðbréfin svo til
fyrirtækja, og banka,
létum þau fyrirtæki og þá banka
fara á hausinn með skuldirnar.
Póker innstæðurnar sem fengust út
úr þessum viðskiptum,
eru nú geymdar í bönkunum,
hver skildi eiga þær.
Léttum leynd af öllum innstæðum og
öllum færslum,
kortleggjum ferilinn, og reynum að
skilja ferlið.
Nú borgar almenningur í löndunum skuldirnar,
en innstæðurnar sem komu út úr þessum póker,
eru nú geymdar í bönkunum, sem peningar.
Þarna voru aðilar að selja pappíra
sem ekkert stóð á bakvið,
við köllum það loftpeninga.
Nú eru þeir sem eiga innstæðurnar
að skipta þeim yfir í dollara
og svo út úr landinu.
Einnig er nú reynt að kaupa upp
eignirnar í landinu,
til að koma loft peningunum í
raunverulega eign.
Hvernig væri að reikna upp tap allra og afhenda svo þessi hús,
sem eru í reiðuleysi til fólksins, þannig að tap fjölskyldunnar,
yrði sem greiðsla upp í húsin, 20 til 40 % af húsverði.
Síðan yrðu húsnæðislán til 40 ára,
með verðtryggingu og vextir 2%.
ein fjölskylda eitt hús.
Þær fjölskyldur sem eiga eitt hús,
bíl, sumarhús og eitthvað til elliárana,
sé eitthvað sem við teljum
eðlilegt og þyrftu ekki bætur
úr fjármálasukkkerfinu.
Allt sem
ríkið lagði til bankanna, fari í að yfirtaka eignir,
sem að hluta
yrðu svo færðar yfir á fjölskyldur.
Hluti af
tapi fjölskyldunnar í vinnu og eignum,
vegna
fjármálabrasksins,
yrði eign í
húsinu.
Egilsstöðum, 12.02.2011
JG
***Þegar verðtrygging var tekin
upp,
var
talað um 2% vexti,
á verðtryggðum lánum.