OR “U U U U R R R R”
Hækka
verð á hitaorku frá OR strax.
Það
er óþolandi að vegna of lágrar gjaldskrár síðustu ár sé OS í vandræðum.
Ekki datt nokkrum manni í hug að halda olíuverði niðri,
og setja allt á hausinn hjá olíufyrirtækjunum.
Ekki datt nokkrum manni í hug að halda niðri olíuverði,
til að vísitalan hækkaði ekki.
Það á að koma málum Orkuveitu Reykjavíkur í lag strax.
Að sjálfsögðu eru þarna
tveir hópar.
Annar
hugsar, OR má ekki hækka verðskrána,
þótt hún
hafi lækkað um 50% í dollurum $.
Ekki
hækkaði kaupið mitt.
Hinn hugsar
að best sé að þetta fari allt á hausinn,
þá getum
við keypt allt saman.
Stjórnendur eru í
vandræðum, allar skuldir eru í dollurum,
og allir varahlutir, að
vísu eru innlendu launin lægri,
en það dugar ekki til.
Hér hafa pólitíkusar haldið verðinu lágu í fjölda ára,
og nú er greiðslan í íslenskum krónum,
sem eru helmingi verðminni,
og duga ekki rekstrinum.
Eitthvert hús, eða
eitthvert eldhús eru smámunir í rekstrinum.
Það skiptir engu máli.
Sá sem vill eyðileggja fyrirtækið, gerir mikið úr þessum
smámunum,
og æsir upp þá sem skilja ekki að þetta er eitthvað sem má
laga,
tölum um það seinna.
Svona misskilningur verður
til þess að við missum,
mjólkurkýrnar okkar, orkuveiturnar.
Við þurfum námskeið fyrir alla í rekstri fyrirtækja í
almanna eigu,
ekki síst fyrir þingmenn og sveitarstjórnir
Að svelta, eyðileggja
ríkis og bæjar fyrirtæki, er mjög algengt.
Egilsstaðir, 28.01.2011
JG