Fluga á vegg.
Stjóri:
Heyrðu
vinur, þú átt að taka miljarð að láni og kaupa hlutabréf í bankanum.
Já vertu ekki með neitt múður, þú
færð tekjur af bréfunum, og svo hækka þau líka.
Auðvitað er lánið tryggt með
bréfunum.
Bankastarfsmaður:
Ég skil þetta ekki, lendi ég ekki
í vandræðum í þessari flækju .
Stjóri:
Nei, nei, ég skal segja þér að
bankinn stórgræðir á þessu.
Þegar við fáum miljarðinn fyrir bréfin, þá lánum við hann út 10 sinnum,
og bankinn eignast
9 miljarða.
Ef við látum 10 starfsmenn kaupa
hlutabréf í bankanum fáum við 90 miljarða.
Síðan látum við þessa miljarða
ganga hring eftir hring, og mölum gull á þessu.
Bankastarfsmaður:
En er þetta ekki ein
hringavitleysa, ég skil ekkert í þessu.
Stjóri:
Það gerir ekkert til, fólkið
skilur ekkert í þessu, það er bara betra.
Við búum til peninga og eignumst
allt saman.
Í versta lagi skammar fólkið
ríkistjórnina, en við höldum öllu í okkar höndum.
Fjölmiðlarnir okkar mata fólkið á
þeim upplýsingum sem okkur henta.
Ef einhver stjórnmálamaðurinn vinnur ekki fyrir okkur,
þá kennum við honum um allt mögulegt og ómögulegt,
þá trúir fólkið því, og hann verður óvirkur.
Það er ekkert að óttast.
Heyrðu, þetta er bara okkar í
milli.
Þakka þér fyrir að aðstoða bankann
okkar, sjáumst á Árshátíðinni.
Egilsstaðir, 07.10.2010 jg