“Forsvarsmenn bandaríska bankans Goldman Sachs hafa fallist á að greiða 550 milljónir Bandaríkjadala í dómssátt.
Bankinn var sakaður um að afvegaleiða fjárfesta þegar verið var að selja bandarísk húsnæðislán.
Margir erlendir bankar keyptu húsnæðislán af Goldman Sachs og töpuðu gríðarlegum fjárhæðum á því.
Bandaríska fjármálaeftirlitið kærði Goldman Sachs í apríl fyrir að leyna upplýsingum um
að sami aðili og hefði ákveðið hvaða húsnæðislán yrðu seld,
hafi um leið veðjað miklu fé á að lánin féllu í verði."
"frettir@ruv.is”
****
Goldman Sachs ætlar að greiða $550
milljónir í dómssátt.
Við skiljum illa gróðafléttuna.
Hér er ég að reyna að skilja það sem skrifað er.
Aflátssala,
vegna stóru bankanna
Goldman Sachs bankinn greiðir fyrir brot, gerir dómssátt, vegna að því að virðist,
ólöglegrar
aðferðafræði við sölu húsnæðislána.
Áður greiddu menn kirkjunni, það var kölluð aflátssala,
“dómssátt”
vegna væntanlegra synda eða brota.
Sennilega
borga viðskiptavinir Goldman Sachs sektir bankans.
Áður svindlaði Goldman Sachs á viðskiptavinum sínum þannig,
að þeir
töpuðu miklum fjármunum, segir fréttin.
Trúlega lætur Goldman Sachs viðskiptavinina greiða sektina,
til dæmis með því að láta þá greiða 0,1 %,
á allar
færslur viðskiptamanna.
(fróðlegt væri að vita hve lengi Goldman Sachs er að fá upp í sektina,
10 daga, 30
daga, 365 daga?)
Með öðrum orðum, þá virðist Goldman Sachs láta viskiptavini sína,
greiða fyrst
tapið og síðan fyrir sektina.
Trúlega greiddi Goldman Sachs eigendum sínum,
tekjurnar af
svindlinu.
(2011-01-07
þar sem gefið er í skin að, "that Goldman booked more than $13 billion in the process").
http://www.herad.is/y04/1/2011-01-07-worldbank-goldmansachs.htm
Egilsstaðir, 02.08.2010 Jónas Gunnlaugsson