Það skiptir öllu að eiga orkulindirnar, og geta valið nýtingu sem er best fyrir
Ísland.
Ef einkaaðili hefði átt Kárahnjúkavirkjun, og hann hefði fengið gott tilboð um kaup á virkjuninni,
til dæmis frá útlöndum, áður en samið var um orkusölu.
Þá hefði sá aðili ef til vill getað samið um sölu á rafmagni, til Evrópu á þreföldu verði,
við það sem álverið
greiðir.
Hugsum okkur að, einn þriðji (það sem álverið var tilbúið aðgreiða), fari í að greiða niður virkjunina,
einn þriðji fari í að greiða niður kapalinn til Evrópu,
og einn þriðji til eigenda.
Þá hefðum við 10 til 20 manns sem
ræki virkjunina, og þeirra kaup yki veltu á Íslandi.
Allt annað kæmi fram sem tekjur í útlandinu, öll önnur vinna og þjónusta, og allur arður af virkjuninni,
sem hér
er hugsaður einn þriðji af orkuverðinu.
Ef við seljum orkuna til álvers, þá fáum við veltuna af 500 til 1000 mönnum hér
á Íslandi
En í hinu tilfellinu fáum við veltuna af 10 til 20 mönnum.
Það skiptir öllu að eiga orkulindirnar, og geta valið nýtingu sem er best fyrir
Ísland.