ICESAVE SAMNINGAR
Þegar samið er við óvana er mjög gáfulegt að setja fram gagntilboð með tiltölulega ósanngjörnum vöxtum.
Þá fara hinir óvönu að slást við þessa ósanngjörnu vexti, og svo þegar þeir hafa náð þeim niður finnst þeim óvönu,
að þeir hafi unnið mikinn sigur.
Þá gleymist að það var engin skuld.
Jg
Íslenskir samningamenn þurfa að hafa mat frá virtum erlendum matsmönnum um,
hver kostnaður Íslands er af því að Bretland felldi íslensku bankanna,
einn, tvo eða ef til vill þrjá.
Einnig kostnaðinn af að frysta allt íslenska bankakerfið og gjaldeyris forðann.
Þegar Lehman Brothers voru settir á hausinn, lentu íslensku bankarnir í vandræði með endurfjármögnun.
Þá höfðu þessir vinir okkar nægan tíma til að hjálpa okkur með þessa endurfjármögnun,
og þá aðra endurskipulagningu, en tími gafst ekki til þess, þegar Bretar réðust á okkar banka.
Þessi hugmynd að taka innlán í gegn um internetið var mun kostnaðarminni en að vera með mörg kostnaðarsöm útibú.
Var þetta ef til vill ástæðan til að okkar bankakerfi var knésett.
Vegna þessarar árásar á Íslensku bankana, rýrnuðu eignir þeirra.
Með öðrum orðum, þá voru það Bretar, sem eyðilögðu veðin fyrir innlánunum.
Eiga Íslendingar að fara að greiða það sem Bretar eyðilögðu.
Auðvitað viljum við hjálpa Evrópu við að leysa þessi vandamál.
Nú er betra að athuga vel um hvað málið snýst, áður en við skrifum undir ábyrgðir á tapi sem Bretar ollu.
Ekki réðist Evrópa á Bandaríkin til að láta Bandaríkjamenn með skatttekjum,
greiða töpuð innlán Evrópubúa í Lehman Brothers???
22.02.2010 JG