Látum ekki heimskuna taka af okkur öll völd.

 

Það er óþægilegt að skrifa um fjármál OR og vita ekki hvert er vandamálið.

 

Ef vandamálið er, að of mikið af tekjum er í íslenskum krónum, og krónurnar hafa

lækkað um helming.

 

Áður dugðu krónurnar til að greiða af öllum lánum, en nú aðeins helmingnum.

 

Við viljum alls ekki sleppa þessum eigum okkar, sem hafa skapað okkur ódyra orku

til rafmagnsframleiðslu og upphitunar húsa og sundstaða.

 

Ef þetta er þannig lagað, þá verðum við að hækka greiðsluna fyrir orkuna strax,

upp í sama verðgildi og það var fyrir ári síðan.

 

Ef einhverjir geta ekki greitt það verð, þarf að styrkja þá til að standast þetta sama verð

 í dollurum, sem yrði nú tvöfallt hærra í íslenskum krónum.

 

Þá ættum við að geta komið þessum rekstri í lag.

 

Ef við gerum það ekki, nær einhver rekstrinum af okkur og selur okkur orkuna aftur á

heimsmarkaðsverði, olíuverði.

 

Það yrði mun dýrara fyrir okkur.

 

Komum rekstri þessara fyrirtækja í lag, strax.

 

Ef við höfum fjárfest í ransóknum og tækjum til að selja erlendum fyrirtækjum orku,

þá sýnum við þeim að við erum tilbúnir að hækka orkuna til okkar meira, þannig

að þeir sem vildu kaupa orku af okkur og halda að þeir geti fengið hana á útsölu

eru á villigötum.

 

Við eigum að styrkja stjórnendur og þá sem eru að vinna fyrir okkur í sveitarfélögum

og á landsvísu.

 

Ef við styðjum þá ekki, þá koma útlend fyrirtæki og hjálpa okkur að losna við allt saman.

 

Margir segja að okkar menn klúðri öllu, en við breytum því.

 

Við eigum ágæta stjórnendur og pólítukusa og það er okkar að standa rækilega við bakið

á þeim við að halda öllu í Íslenskum, okkar höndum.

 

Það er alveg ólíðandi að við styðjum ekki við fyrirtækin okkar.

 

Flokkar sem segjast vera að vinna fyrir fólkið slái nú þegar skjaldborg um Rarik , Landsvirkjun,

Orkuveitu Reykjavíkur, Orkuveitu Suðurnesja öll bæjar og ríkisfyrirtækji, sem hafa skaffað

okkur orku á viðráðanlegu verði.

 

Auðvitað styðjum við einkarekstur, og bjóðum út flest verk, en við getum vel stýrt þessu sjálfir.

 

Að vísu skulum við lesa söguna og muna að um aldamót 1899-1900 þá var drykkjan slík,

 að útlendingar sem komu í íslenskar réttir og sáu lýðinn veltast um í réttunum ofurölvi,

höfðu á orði að þessi lýður gæti aldrei stjórnað sér sjálfur.

 

Í byrjun aldarinnar var farið að kenna fólkinu að það væri til skammar að vera ofurölvi

og reindar óþarfi að nota meðal til að gera sig vitlausari en efni stóðu til.

 

Ungmennafélögin voru stofnuð og lýðurinn lærði í málfundafélögum að standa fyrir

 málefnalegum umræðum á mannamótum.

 

Það fór allt að blómstra hjá okkur.

 

Nú um stundir hefur þessi reynsla og lærdómur gleymst, og allt farið í vandræði.

 

Það er ekki þannig að einhverjir 100 eða 1000 hafi ruglast, heldur öll þjóðin.

 

Nú um stundir hefur hver bent á annann, og sakað hann um alls konar mistök.

 

Trúlega er það oft rétt en nú snúm við á nýja braut, og tökum til við að byggja upp landið.

 

Nú höldum við áfram að framleiða seljanlega vöru og þjónustu,

og komum öllu í lag hjá okkur.

 

Egilsstaðir, 15.11.2009 Jónas Gunnlaugsson