Allir bankar í Ameriku, Evrópu og á Íslandi fengu ágætis einkun á matsskýrslunum,

frá hinum ýmsu traustu matsfyrirtækjum, fyrir kreppuna 2008.

 

Ég las ágæta grein (USA) um að bankarnir greiddu þessum mats og bókhaldsfyrirtækjum,

allar þeirra tekjur, og því væri galli í eftirlitskerfinu.

 

Með öðrum orðum, matsfyrirtækin skrifuðu aðeins það sem bankarnir vildu að kæmi fram.

 

Nú eru einhverjir bankar að greiða fyrir slæmt mat á orkufyrirtækjunum og ríkinu á Íslandi,

til að koma orkufyrirtækjunum í eigu einstaklinga, og svo út úr landinu.

 

Okkur er þrýst til að auka skuldir ríkisins til að standa á bak við krónuna, þótt við getum rifjað upp,

að Englandsbanki gat ekki staðist árás á pundið fyrir nokkrum árum.

 

Helst lítur út fyrir að við séum látnir halda uppi genginu til að eigendur á krónum geti farið með þær

yfir í gjaldeyri og út úr landinu á góðu gengi fyrir sig.

 

Þarna erum við plataðir til að tapa sem mestu, og eins er með IceSave upphæðina, sem er troðið upp á Íslendinga,

þótt það séu reglur alþjóða bankakerfisins sem voru gallaðar, og bera ábyrgð á IceSave upphæðinni.

 

Að sjálfsögðu erum við tilbúnir að greiða á mann (eftir fólksfjölda) sömu upphæð og Bretar og Hollendingar

af IceSave til að hjálpa Alþjóða bankakerfinu. Auðvitað viljum við hjálpa Evrópu og okkur sjálfum.

 

Það græddu engir á því, að setja Þjóðverja á hausin eftir fyrri heimstyrjöldina, og er engin gáfa í,

að reyna að knésetja Íslendinga.

 

Allir þessir loftbólu peningar í alþjóða peningakerfinu, eru á ábyrgð alþjóðakerfisins.

 

Áður var okkur þrýst af alheims bankakerfinu, til að selja bankana og þá töpuðum við mjög miklu.

Margt bendir til að útlendir aðilar eignist hluta af bönkunum og þar með miklar eignir á Íslandi.

 

Við ættum að staldra við með lántökur og undirskriftir, og láta þá koma í ljós,

að verið er að nýðast á okkur.

 

Það var klaufaskapur hjá okkur Íslendingum að halda ekki góðu sambandi við Bandaríkin,

það sýnir sig að hrekkjusvínin eru tilbúin um leið og við smáþjóðin,

höfum ekki stóra bróður til hjálpar.

 

Komum samskiptum okkar við Bandaríkin strax í lag,

þá munar ekkert um að veita okkur skjól,

fyrir þessum vinum okkar.

 

Meira, 12.11.2009 jg