Sæll Halldór, las bloggið þitt Perat, og velti vöngum.

 

Framleiða, framleiða, framleiða, það sem menn vilja kaupa.

 

Sannleikur, sem trúlega er ekki  kenndur í háskólanum nú um stundir.

 

Þetta vissu hinir ýmsu athafna menn og ýmsir þingmenn, Tryggvi, Thor,

Bjarni, Ólafur, Jónas, Lúðvík, Eysteinn, og eru margir ótaldir.

 

Búa til peninga, til að nota hendur og huga, til að framleiða vörur og þjónustu.

 

Það er að, búa til reku, til að moka.

 

Peningar eru verkfæri.

 

Hver hugur og hönd, sem er ónotuð, sem er ekki að framleiða vörur og þjónustu,

er glatað verðmæti fyrir þjóðina.

 

Aftur á móti, þegar verðbréfa fyrirtæki, selja bréf í sjálfum sér, sín á milli, fyrir hærra og hærra verð,

þá verður lítil eða engin verðmæta aukning, aðeins peninga aukning.

 

Hluti af þessum peningum dreifðist til fólksins og þá gátu framleiðendur selt fólkinu vörur.

 

Þetta var í sjálfu sér peningaprentun, og jók þannig neyslu sem kallaði á framleiðslu,

og margt var harla gott.

 

Margt var byggt eða gert, sem var ekki alltaf mjög nytsamt.

 

Var ef til vill skynsamlegra að prenta peninga vitrænt, og byggja upp framleiðslu,

á orku og vörum sem höfðu nytja gyldi.

 

Öflugustu mjólkurkýr á Íslandi í dag eru orkuverin.

 

Munum að við höfum mannskap til að byggja bæði orkuver, gagnaver og álver.

 

Einhver stærsti kostur álvera er, að þar er hægt að gera mikið,

með fáum starfsmönnum, á góðum launum.

 

Okkur vantar ekki starfsemi sem notar marga starfsmenn á lágum launum.

 

Þess vegna voru álverin, með mikilli sjálfvirkni, valin af þekkingu,

af stjórnmálamönnum fyrr á árum, þá þurfti síður að flytja inn fólk,

til að framleiða mikið.

 

11.11.2009, jg