Á blogginu voru einhverjir að vandræðast með,

að ýmsir innan EB hefðu ekki áhuga á

að fá Ísland inn í EB.

 

Ég setti þetta inn á bloggið ef að bloggmenn

vildu skoða það.

 

Ef við teiknum efnahagslögsögu, Íslands yfir efnahagslögsögu,

Þýskalands, Póllands og Rúmeníu á kortinu,

 

og gerum okkur grein fyrir hve stór íslenska lögsagan er,

sjáum við að það er ekkert smá mál fyrir EB

að hafa hönd í bagga með nýtingu svæðisins.

 

Þó einhver segi að vínberin séu súr,

þá er það ekki endilega raunin,

heldur samninga tækni.

 

Viðsemjandinn reynir að sannfæra mótaðila um,

að það sem hann ætlar að selja sé verðlaust

eða eintómur kostnaður, að hann verði að

greiða með vörunni

 

Hver vill reikna út hve mikið af auðæfum heimsins,

vatnsafl, jarðhiti, olía, gas, málmar

er í íslensku lögsögunni.

 

"Even if only 1% of the thermal energy contained

within the uppermost 10 kilometers of our planet,

could be tapped, this amount would be 500 times,

 that contained in all oil and gas

resources of the world."

-U.S. Geological Survey

 

Ef það væri hægt að nota 1% af hitaorkunni

 í efsta  10 kílmetra lagi hnattarins

þá væri það 500 sinnum meira,

en allar olíu og jarðgas auðlindir veraldar.

 

Eg. 23.07.2009, JG