VOR 4
Gardavatn – Feneyjar - Tíról
30. apríl – 11. maí 2009 -
Fararstjóri: Hlín
Gunnarsdóttir
Gardavatn hefur verið einn vinsælasti
áfangastaður Íslendinga til margra ára,
enda líkti Goethe staðnum við himnaríki
og skyldi engan undra. Flogið
verður til Frankfurt og gist fyrstu
nóttina í
30.
apríl Flug
til Frankfurt og ekið áfram til Ulm
Brottför frá Keflavík kl. 7.25. Mæting í Leifsstöð 2 klst. fyrir brottför.
Lending í Frankfurt kl. 12.50 að staðartíma. Frá Frankfurt verður ekið til Ulm og gist þar fyrstu nóttina.
1.
maí Ekið
til Riva del Garda á Ítalíu
Eftir morgunverð verður ekið suður á bóginn, yfir Brennerskarð
og inn til Ítalíu um Suður-Tíról. Endað í bænum Riva del Garda
við Gardavatn og gist þar næstu 5 nætur.
2.
maí Sigling
– Limone og Malcesine
Sigling á Gardavatni. Farið til Limone,
sem er einn fallegasti bærinn við vatnið og áð þar í 2 klst. Síðan er siglt til
Malcesina sem er mjög eftirsóttur ferðamannabær og
stoppað í 3 klst. Þar verður hægt að komast á útimarkað eða upp á Monte Baldo fjallið, sem er hæsta
fjall við Gardavatn. Þaðan er ekið til baka á
hótelið.
3.
maí Dagsferð
til Feneyja
Í dag verður lagt snemma af stað og farið til Feneyja. Borgin er engu lík með
sínar 200 hallir við Canal Grande,
en þessi þekkta siglingaleið liggur tæplega 4 kílómetra um borgina. Við skoðum
Markúsartorgið og ekki má gleyma ævintýrahöllinni úr Þúsund og einni nótt, sem
er í austrænum stíl og ein merkilegasta kirkjubygging veraldar. Frjáls tími
verður til að fara á söfn eða njóta mannlífsins.
4.
maí Skoðunarferð
og frjáls dagur í Riva
Farið verður í skoðunarferð um Riva, en svo gefst
frjáls tími til að skoða sig um í þessum snotra bæ, með sínum litlu götum,
verslunum og mjög skemmtilegri strandlengju.
5.
maí Dagsferð
til Veróna
Í dag verður farið til Veróna, einnar fallegustu og
elstu borgar á N-Ítalíu. Borg menningar og lista, en frægust er hún sem
sögusvið leikrits Shakespeares um Rómeó og Júlíu. Þar
er líka Arenan, sem er þriðja stærsta hringleikahús
veraldar.
6.
maí Rovereto og Seefeld
Nú kveðjum við þennan fallega stað og höldum til Austurríkis. Á leiðinni verður
komið við í Dro, þar sem er að finna stærstu
skóverslun á N-Ítalíu, en þá verður farið í kastala fyrir ofan Rovereto. Við fáum stutta leiðsögn um kastalann og snæðum
síðan léttan hádegisverð að hætti íbúanna í dalnum, með vínsmökkun í leiðinni.
Komum til Seefeld sem er yndislegur bær í Tíról og
gistum þar næstu 3 nætur.
7. maí Frjáls
dagur
Rólegur dagur, þessi fallegi bær kannaður og þeir sem vilja geta tekið kláf upp
á fjall.
8.
maí Innsbruck
Í dag verður ekið til hinnar fallegu borgar Innsbruck,
höfuðstaðar Tíról.
9.
maí Würzburg
Nú kveðjum við Seefeld. Leggjum snemma af stað og
ökum til Würzburg í Franken
vínhéraðinu í Þýskalandi og gistum þar í 2 nætur.
10.
maí Dagur
í Würzburg
Würzburg á sér langa sögu og er þar margt að skoða.
Þetta er mjög falleg og lífleg borg sem varð fyrir miklum skemmdum í seinni
heimsstyrjöldinni, en hefur verið byggð upp í sinni upprunalegu mynd. Það eru
85 kirkjur í borginni en aðeins um 130.000 íbúar. Farið verður í stutta
skoðunarferð og síðan gefinn frjáls tími.
11. maí Heimferð
Nú er komið að heimferð. Eftir morgunverð verður ekið til Frankfurt. Brottför
þaðan kl. 14.00 og lending í Keflavík kl. 15.35 að staðartíma.
Fararstjóri getur fært milli daga eftir því sem þörf þykir þegar komið er á
staðinn.
Fararstjóri: Hlín Gunnarsdóttir